Upplýsingar og afþreying

Google innbyggt

Polestar hóf samstarf með Google¹ til að búa til samhengisháð upplýsinga- og afþreyingarkerfi sem er einfalt í notkun, knúið af Android Automotive OS. Kerfið tengir bílinn og notandann, sem gerir Polestar 3 að órjúfanlegum hluta af stafrænu lífi þeirra.

Center display showing the Google Play infotainment system.
Focused view of the centre display console with the browser on.

5G internet

Polestar 3 veitir öruggt 5G internet fyrir aðgang að netinu, umferðaruppfærslum í rauntíma og sérstakar bílaútgáfur af vinsælum öppum. Þótt tengingin sé alltaf virk þarf ekki að spara gögnin því fyrstu þrjú ár notkunar eru innfalin í kaupverði bílsins. 

Miðjuskjár

Upplýsingar og afþreying sem ná út fyrir upplýsingar og afþreyingu. Fyrir utan leiðsögn og tónlistarstreymi gerir miðjuskjár Polestar 3 ökumanninum kleift að fá aðgang að úrvali af stillingum fyrir afköst og öryggi bílsins í gegnum einfalt viðmót sem veitir virkilega tengda upplifun. 

Heimaskjár með aðgerðum fyrir leiðarlýsingu, miðla og símtöl.

Ökumannsskjár

Engin ringulreið. Engin ofhleðsla. 9" tommu ökumannsskjárinn er með foruppsettar stillingar sem veita nauðsynlegar upplýsingar og ekkert annað. Það er hægt að stilla hann til að sýna hraða og rafhlöðustöðu, eða ökumannsaðstoðarupplýsingar. 

Róleg stilling sýnir aðeins hraða og rafhlöðustöðu.
Polestar 3

Sjónlínuskjár

Sjónlínuskjárinn varpar upplýsingum beint í sjónsvið ökumannsins, án þess að hindra það. Hann getur sýnt leiðarlýsingu, hraða, viðvaranir og aðrar nauðsynlegar upplýsingar. 

Polestar 3

Ökumannsprófílar

Polestar 3 getur geymt og munað kjörstillingar fyrir allt að sex ökumenn. Bíllinn þekkir hver nálgast hann og hleður samstundis viðkomandi ökumannsprófíl. Staða sætis, stilling spegla, viðkoma stýris og eins fetils akstur er allt sjálfkrafa stillt skv. geymdum stillingum. Hann mun einnig kalla fram uppáhalds öpp og spilunarlista.

Close-up of the centre console interface, a bar on the screen shows the google assistant interface.

Raddstýring

Google assistant¹ getur hjálpað ökumanninum að framkvæma hluti án þess að hann þurfi að taka augun af veginum eða hendurnar af stýrinu. Segðu bara „Ok Google“ til að hefjast handa við að stjórna tónlist, loftgæðastillingum og fleiru. 

Öpp í bíl

Upplýsinga- og afþreyingarkerfi Polestar 3 virkar með ýmsum vel þekktum öppum sem eru fínstillt fyrir upplifunina í bíl. Greiðsla fyrir bílastæði, skipulagning ferðalags og spilunarlistastreymi - er allt hægt að gera án snjallsíma. Auk þess eiga sum öpp samskipti við kerfi bílsins til að auka akstursupplifunina jafnvel enn frekar. Hægt er að sækja uppfærslur og ný öpp í Google Play með því að nota miðjuskjá Polestar 3.

App icon Spotify

Spotify

App icon YouTube

YouTube

App icon Tidal

Tidal

App icon TuneIn Radio

TuneIn Radio

App icon Waze

Waze

App icon Google Maps

Google kort

App icon easypark

EasyPark

App icon abrp

ABRP

Polestar 3

Öryggi

Uppgötvaðu eiginleikana

Algengum spurningum um akstur rafbíla svarað

Frekari upplýsingar

Kannaðu kosti fyrir flota og fyrirtæki

Frekari upplýsingar

Viðhald, þjónusta og ábyrgð

Frekari upplýsingar
  1. Google, Google Play, Google Maps og YouTube Music eru vörumerki Google LLC. Google Assistant og sumir tengdir eiginleikar eru ekki fáanlegir fyrir öll tungumál eða lönd. Sjá g.co/assistant/carlanguages varðandi fáanlegar uppfærslur fyrir tungumál og lönd. Ekki eru allar þjónustur, eiginleikar, forrit eða áskilin samhæf tæki fáanleg fyrir öll tungumál eða lönd, og geta verið mismunandi eftir gerð bifreiðar. Frekari upplýsingar má finna á hjálparsíðunni (Help Center) og á vefsíðum Google Assistant, Google Maps, Google Play eða framleiðandans.
  • Myndefni er einungis til skýringar.

Fáðu allar nýjustu fréttirnar um Polestar

Gerast áskrifandi
Polestar © 2024 Öll réttindi áskilin
LagalegtSiðareglurPersónuverndVafrakökurAðgengisyfirlýsing