Hoppa í aðalefnið
Polestar 2
Frekari upplýsingar

Eiginleikar

Undirvagn

Bíll með góðum aksturseiginleikum bregst við á fyrirsjáanlegan hátt, óháð vegyfirborði eða akstursskilyrðum. Undirvagn Polestar 2 samþættir rafhlöðuna og parar háa snúningsstífni við lága þyngdarmiðju til að tryggja viðbragðsfljótan, ákveðinn akstur.

A white Polestar 2 driving on a dark road. Seen obliquely from behind.

Aflrásir

Hámarksafl og snúningsvægi fyrir allar akstursaðstæður. Polestar 2 er fáanlegur með fjórum valkostum fyrir rafdrifna aflrás, sem gerir það auðvelt að aðlaga frammistöðu hans að persónulegum óskum ökumannsins og akstursumhverfinu.

Long range Dual motor með Performance pakka

Afl
476 hö
Tog
740 Nm
0-100 km/klst
4,2 sek.
Drægni allt að
568 km

Long range Dual motor

Afl
421 hö
Tog
740 Nm
0-100 km/klst
4,5 sek.
Drægni allt að
593 km

Long range Single motor

Afl
299 hö
Tog
490 Nm
0-100 km/klst
6,2 sek.
Drægni allt að
655 km

Standard range Single motor

Afl
272 hö
Tog
490 Nm
0-100 km/klst
6,4 sek.
Drægni allt að
546 km

Fjór- eða afturhjóladrif

Polestar 2 kemur með fjórhjóladrif eða afturhjóladrif aflrás, báðar hannaðar til að hámarka frammistöðu og ökumannsþátttöku. Nýr háþróaður mótor að framan og segulmótor að aftan ásamt Silicon Carbide straumbreytinum eykur skilvirkni og tog fjórhjóladrifsins. Þetta fullkomna fjórhjóladrif getur síðan aftengt mótorinn að framan til að draga enn frekar úr orkunotkun og aukið þá um leið drægni.

Aldrifs aflrás með mikla orkunýtni. Hægt er að aftengja framöxulinn til að spara orku.

Fjöðrun

Bæði staðal- og uppgerða fjöðrunin eru stilltar til að veita öflugan akstur án þess að fórna þægindum eða öryggi. Þessi uppsetning gerir kleift að ná fram bestu tengingu við veginn óháð aðstæðum.

Black damper on black background

Öhlins demparar með tvískiptu flæði

Polestar og sérfræðingar Öhlins í fjöðrunarbúnaði, sem deila sömu einbeittu verkfræðilegu nálguninni, hafa í sameiningu þróað DFV demparana fyrir Polestar 2. Auðveldlega er hægt að stilla þá svo þeir henti mismunandi akstursskilyrðum þannig að þeir veita grip, viðbragð og jafnvægi sem er án hliðstæðu. 

Fáanlegt með Performance pakkanum.

Black damper on black background

Tveggja hólka tíðniháðir demparar

Þessi demparar, sem lyfta staðlinum fyrir fjöðrunarbúnað, bæta aksturseiginleika og þægindi með því að takmarka áhrif miðflóttaafls í beygjum og bæta stjórnun bílsins. Þeir bæta veggrip og aksturseiginleika Polestar 2 í sameiningu með fyrirferðarlitlum, léttum gormleggjum og tengjum fjöðrunarbúnaðarins.  

Big tablet next to the steering wheel showing the adjustable steering feedback

Stillanleg stýrissvörun

Stigverkandi aflstýring Polestar 2 aðlagast hraða bílsins og veitir minni svörun þegar hreyfing er hæg og meiri svörun þegar ferðast er hraðar. Ökumenn geta einnig stillt viðkomu stýrisins að persónulegum óskum sínum og valið „mjúka“ stillingu þegar farið er um stræti borgar, „venjulega“ fyrir þjóðvegi og þétta“ fyrir virkan akstur á hlykkjóttum vegum.

20" 4-Multi Spoke forged alloy wheel. Light grey background

20" Performance felgur

Með því að nota framleiðsluaðferð sem þróuð var fyrir akstursíþróttir eru mótaðar álfelgur gerðar með því að pressa málminn frekar en að bræða hann, sem gerir þær léttari og sterkari en hefðbundnar felgur. Ásamt SportContact 6 hjólbörðunum veita þessar felgur bestu mögulegu aksturseiginleika og veggrip.

Fáanlegt með Performance pakkanum. 

Bremsur

Það sem fer hratt, verður að hægja á sér. Kynntu þér hagkvæma bremsuvalkosti fyrir Polestar 2.

Black and yellow Brembo brake on black background

Hemlavalkostir

Brembo hemlar

Brembo hemlar byggja á áratuga reynslu af akstursíþróttum og eru hannaðir samkvæmt ítrustu gæða- og öryggisstöðlum. Loftkældu, fjögurra stimpla bremsudælurnar veita snöggt viðbragð í hvaða hitastigi sem er meðan dregið er úr þyngd, sliti, hávaða og uppsöfnun ryks. 

Fáanlegt með Performance pakkanum.

Standard brake on black background.

Hemlavalkostir

Staðlaðir hemlar

Hannaðir fyrir betri hagkvæmni og stýringu auka stöðluðu 345x30 mm (framan) og 320x20 mm (aftan) loftkældu diskahemlar Polestar 2 stöðvunarafl við öll akstursskilyrði. Hin viðbragðssnögga hemlalæsivörn gerir þá jafnvel enn áhrifaríkari.   

White Polestar 2 charging. Showing from behind

Drægni og hleðsla

Uppgötvaðu eiginleikana

Algengum spurningum um akstur rafbíla svarað

Frekari upplýsingar

Kannaðu kosti fyrir flota og fyrirtæki

Frekari upplýsingar

Viðhald, þjónusta og ábyrgð

Frekari upplýsingar

      Fáðu allar nýjustu fréttirnar um Polestar

      Gerast áskrifandi
      Polestar © 2024 Öll réttindi áskilin
      LagalegtSiðareglurPersónuverndVafrakökurAðgengisyfirlýsing