Hoppa í aðalefnið
Polestar 2
Frekari upplýsingar

Samstarfsaðilar og samvinna

Samstarf sem byggir á sameiginlegum hvötum, knúið sameiginlegum kjarnagildum í hönnun, nýsköpun og sjálfbærni.

Samstarf sem byggir á sameiginlegum hvötum, knúið sameiginlegum kjarnagildum í hönnun, nýsköpun og sjálfbærni.

Saman förum við með hugmyndir á næsta stig.

Barist fyrir sjálfbærni og gagnsæi

Til að tryggja öryggi fólks og plánetunnar þróar Polestar stefnumótandi samstarf í því miði að auka kolefnishlutleysi, hringrás, gagnsæi og inngildingu á eins mörgum sviðum og mögulegt er.

Stýring á hágæða rafdrifinni frammistöðu

Hágæða rafdrifin frammistaða krefst þess besta í nýsköpunartækni. Þess vegna er Polestar í samstarfi við leiðandi aðila í iðnaðinum til að útbúa hágæða rafbílinn með fyrsta flokks akstursupplifun.

Könnun hönnunar í öðrum víddum

Oft má heyra hjá öðrum vörumerkjum enduróm af metnaðinum fyrir því að innleiða sjálfbærari, rafvæddari framtíð, og þegar við finnum tengingu í gegnum sameiginleg gildi okkar, þá hittumst við til að kanna hönnun og nýjungar sem eru utan okkar venjulega fjögurra hjóla sniðs.

Aðalsamstarfsaðilar

Close-up image of the centre display inside the car.

Google

Polestar 2 þreytti frumraun sína sem fyrsti bíll heimsins með innbyggðu Google. Í dag heldur Google áfram að tengja ökumenn við Polestar bíla sína með leiðandi stafrænni tækni.

Battery cells

Circulor

Skjalakeðjutækni Circulor gerir kleift að rekja unnin hráefni, sérstaklega þau sem hafa veruleg áhrif á samfélög og umhverfið.

Brembo golden break

Brembo

Hemlarnir með táknrænni sænskri gyllingu sem fylgja í bílnum með afkastapakkanum eru skapaðir af hinum þekkta ítalska framleiðanda Brembo.

Leather car seat close up

Bridge of Weir

Með ströngu tilliti til dýravelferðarréttindanna fimm útvegar Bridge of Weir krómlaust, fullrekjanlegt leður notað í nokkrum að efnisvalkostum okkar fyrir áklæði.

Bowers & Wilkins speaker on dashboard in car

Bowers & Wilkins

Með yfir 50 ára reynslu í verkfræði bjóða Bowers & Wilkins 25 hágæða hátalara sem skapa hljóðupplifun í Polestar 3 sem líkist kvikmyndahúsi.

Candela boat Polestar edition with golden foils

Candela

Candela eru meistarar í framleiðslu rafdrifinna báta með neðansjávarvængjum. Candela C-8 Polestar útgáfan er klædd í einstakt hönnunartungumál okkar og knúin með rafhlöðum okkar.

Polestar 0

Með samstarfsaðilum okkar miðum við að útrýmingu losunar með því markmiði að skapa sannarlega kolefnishlutlausan bíl fyrir 2030.

Lærðu meira

Verslun fyrir aukabúnað

Vefverslun sem býður lífstílsvörur Polestar og samstarfslausnir fyrir farartæki.

Um Polestar

Hönnunarmiðað vörumerki bíls fyrir rafdrifna frammistöðu sem beislar nýjungar í sjálfbærni og tækni.

Lærðu meira